Eldvarnir heimilisins

Eru eldvarnirnar í lagi á þínu heimili?

Eldvarnirnar miða fyrst og fremst að því að tryggja líf þitt og heilsu. Í öðru lagi geta eldvarnir dregið verulega úr tjóni á eignum þínum. Þú þarft fyrst og fremst að hafa eftirfarandi til staðar og í lagi:

  • Reykskynjara. Nægjanlega marga og rétt staðsetta. Þekkingu á fyrstu viðbrögðum.
  • Flóttaleiðir, nægilega margar og greiðfærar.
  • Slökkvibúnað af réttri gerð og rétt staðsettan.
  • Mundu símanúmer neyðarlínunnar 112.  

Ef þú býrð í fjölbýlishúsi þá á íbúðin þín að vera sjálfstætt brunahólf. Veggir, loft, gólf og hurðir að sameign, eiga að koma í veg fyrir útbreiðslu elds á milli íbúða. Ef þú býrð í gömlu fjölbýlishúsi og hefur áhyggjur af eldvörnum og öryggi þínu skaltu hafa samband við okkur og leita ráða.