Menntun og þjálfun

Gerðar eru miklar kröfur til hæfni og þjálfunar þeirra sem starfa við sjúkraflutninga hjá Slökkviliði Akureyrar. Það kallar á mikla menntun og þjálfun sem er í stöðugri endurskoðun. Starfsmenn þurfa meðal annars að standast strangar kröfur um líkamsþjálfun og gangast reglulega undir þrekpróf. 

Allir starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar hafa menntun til að sinna bæði slökkvistörfum og sjúkraflutningum.

Allir sjúkraflutningamenn liðsins taka grunnnámskeið í sjúkraflutningum. Um er að ræða skyldunám sem tekur 128 klst.

Sjúkraflutningamönnum stendur auk þess til boða fjöldi námskeiða, til dæmis neyðarflutninganám sem tekur 317 klst og samanstendur bóklegu og verklegu námi; og starfsþjálfun á sjúkrahúsi. Námskeiðið er haldið á vegum Sjúkraflutningaskólans sem er rekinn af SAk.

Þá hafa neyðarflutningamenn sótt sér nám til bráðatæknis, e. paramedic, í Bandaríkjunum. Námið tekur eitt ár eða þrjár annir og hafa 5 starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar lokið þessu námi. 

Fjölmargir þátttakendur, þar með taldir sjúkraflutningamenn, læknar, hjúkrunarfræðingar, slökkviliðsmenn og einstaklingar sem starfa í björgunarsveitum, hafa á undanförnum fjórum árum sótt námskeið í Sjúkraflutningaskólanum, styttri eða lengri. Kröfurnar sem gerðar eru til starfandi aðila í bráðaþjónustu eru miklar og sífellt að aukast og mikilvægt að afla sér þekkingar í formi námskeiða til að vera ávallt meðal hinna fremstu. Rétt og skjót viðbrögð á slysstað hafa mikið að segja um áframhaldandi meðferð hins slasaða.

Sjúkraflutningamenn/konur bera merki á öxl sem gefur tilkynna menntun

- Hvítur hringur - Grunnmenntun

- Gulur hringur - Neyðarflutningamaður

- Rauður hringur - Bráðatæknir

Nánari upplýsingar: 
Sjúkraflutningaskólinn 

www.pitt.edu

http://www.nmetc.com/online-paramedic-programs.php