Eldur í bát í Sandgerðisbót

Slökkviliðsmenn búnir að slökkva eldin
Slökkviliðsmenn búnir að slökkva eldin

Kl 16:18 fékk slökkviliðið á Akureyri tilkynningu um að eldur væri laus í smábát við bryggju í Sandgerðisbót á Akureyri.  Þegar slökkvilið kom á vettvang stóðu eldtungur út úr stýrishúsi bátsins. Tveir reykkafarar fóru um borð og gékk greiðlega að slökkva eldin sem var bundin við stýrishúsið. Einn var um borð þegar eldurinn kom upp og var hann fluttur á bráðamóttöku SAK vegna gruns um reykeytrun.