Menntun og þjálfun - slökkvilið

Gerðar eru miklar kröfur til hæfni og þjálfunar þeirra sem starfa á útkallssviði Slökkviliðs Akureyrar. Það kallar á mikla menntun og þjálfun sem er í stöðugri endurskoðun. Starfsmenn þurfa meðal annars að standast strangar kröfur um líkamsþjálfun og gangast reglulega undir þrekpróf.

Meirihluti starfsmanna liðsins hefur menntun til að sinna bæði slökkvistörfum og sjúkraflutningum. Menntun starfsmanna til slökkvistarfa er bundin í reglugerð og er sem hér segir:

Fornám
Nám sem nýliði verður að taka áður en hann hefur byrjar á vakt hjá slökkviliðinu. Skyldunám að lágmarki 80 kennslustundir.

Atvinnuslökkviliðsmaður
Nám sem slökkviliðsmaður má hefja eftir sex mánuði í starfi. Skyldunám sem er 540 kennslustundur, en hefur nú verið skipt í tvennt. Umsjón námskeiðsins er í höndum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Akureyrar og Brunavarna Suðurnesja.

Eldvarnaeftirlit
Nám fyrir þá sem starfa við eldvarnaeftirlit. Ekki skyldunám nema fyrir þá sem sækjast eftir því að starfa við eldvarnaeftirlit.

Ennfremur er slökkviliðsmönnum boðið upp á meiri menntun með eftirfarandi námskeiðum:

Stjórnunarnámskeið
Menntun fyrir aðal-, varð- og aðstoðarvarðstjóra í stjórnun á vettvangi. Námskeiðið fer fram á Íslandi og í Svíþjóð

Vettvangsstjóri
Námskeið sem veitir réttindi til starfa sem vettvangsstjóri í almannavarnaskipulagi. Námstími fimm dagar.

Ennfremur er ýmis önnur menntun í gangi með styttri og lengri námskeiðum.  Má þar nefna flugvallarslökkvistörf, menntun fyrir leiðbeinendur, björgun úr vatni, ísbjörgun, björgun úr erfiðum aðstæðum og fl.