Störf í boði - Verkefnastjóri á skrifstofu

Umsóknir berist hér - akureyri.is 

Slökkvilið Akureyrar óskar eftir að ráða verkefnastjóra á skrifstofu Slökkviliðs Akureyrar. Um 100% ótímabundið starf er að ræða í dagvinnu.

 

Um nýtt starf er að ræða og getur það tekið þróun í samræmi við það.

 

Slökkvilið Akureyrar sinnir slökkvi- og björgunarstarfi, eldvörnum, sjúkraflutningum og almannavörnum.

 

Helstu verkefni eru:

  • ​​Viðvera í móttöku og símsvörun.
  • ​Hefur umsjón með miðlægu netfangi stofnunarinnar, svarar fyrirspurnum, afgreiðir erindi eða kemur þeim áfram til þar til bærra aðila.
  • Umsjón með heimasíðu og innri vef.
  • Þróar og fylgir eftir umbótum að tekjuöflun stofnunarinnar.
  • ​Lyklun og samþykkt reikninga. Sendir út reikninga og annast innheimtu vegna sjúkraflutninga, sjúkrafluga og annarra verkefna.
  • Yfirferð á tímaskráningum starfsmanna. Heldur utan um aukatíma starfsmanna og sér til þess að þeir séu rétt skráðir.
  • Úrvinnsla tölfræðilegra gagna, tekur saman tölulegar upplýsingar um starfsemi stofnunnarinnar, s.s. tölfræði yfir útköll.
  • Sinnir verkefnum í samstarfi við eldvarnareftirlit og stjórnendur sem lúta að skipulagningu námskeiða og utanumhaldi forvarnarverkefna, s.s. leikskólaheimsóknir.
  • Tekur saman og afhendir gögn til samstarfsaðila, s.s. til HMS, SAK.
  • Aðstoðar við auglýsingu starfa, útfyllingu ráðningarsamninga og utanumhald ráðningargagna.
  • Hefur umsjón með birtingu gæðaskjala.​

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði.
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er æskileg.
  • ​Þekking og reynsla af upplýsingamiðlun er æskileg.
  • ​Þekking og reynsla af áætlanagerð er æskileg.
  • ​Samskiptafærni og rík þjónustulund.
  • ​Metnaður og vilji til að ná árangri.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Greiningar- og skipulagshæfni.
  • Almenn tölvukunnátta, færni í helstu ritvinnsluforritum og Excel, og burðir til að tileinka sér nýjungar á því sviði.
  • Þekking og reynsla af vefumsjónarkerfum er kostur.
  • Góð færni í talaðri og ritaðri íslensku og ensku.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

 

Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

 

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar: launadeild@akureyri.is

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Rúnar Ólafsson Slökkviliðsstjóri í síma 461-4201.

 

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum.

 

Aðgengi að tölvu og aðstoð vegna umsókna stendur til boða í Þjónustuveri Akureyrarbæjar Geislagötu 9.

 

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2023

Sækja um hér