60 manns í fræðslu um handslökkvitæki.

Starfsmenn Höldurs voru hér hjá okkur í síðustu viku og fræddust um virkni og notkun á handslökkvitækjum. Um er að ræða bæði bóklega og verklega kennslu sem fram fer hér á slökkvistöðinni. Það er ánægjulegt að sjá þá vakningu sem er að verða hjá fyrirtækjum gagnvart öryggismálum og er svona námskeið góður þáttur í slíkri innleiðingu.

Tekið er á móti beiðnum um slík námskeið í síma 461-4200 eða á netfangið eldvarnareftirlit@akureyri.is.

Þorbjörn Guðrúnarson

Slökkviliðsstjóri.