600 sjúklingar í sjúkraflugi

Í síðustu viku fluttu sjúkraflutningamenn Slökkviliðs Akueyrar og flugmenn Mýflugs sjúkling nr. 600 í 556 flugum það sem af er árinu 2015. Um er að ræða töluverða aukningu frá fyrri árum en árið 2014, sem var metár, voru fluttir 560 sjúklingar í 538 flugum. Helmingur sjúkrafluganna er svokallaður forgangsflutningur þar sem sjúklingur þarf að komast með hraði á sjúkrastofnun með hærra þjónustustig. Í alvarlegustu tilfellunum fer læknir frá Sjúkrahúsi Akureyrar með en slíkt á við í um þriðjungi tilfella.