Aðalvarðstjóri á eftirlaun eftir 42 ára starf hjá SA.

Í gær var síðasti vinnudagur Viðars Þorleifssonar hjá Slökkviliði Akureyrar. Viðar hóf störf hjá Slökkviliðinu í janúar 1976 og því spannar starfsferillinn tæp 42 ár. Á þeim tíma hefur Viðar verið ötull talsmaður aukinnar menntunar bæði á sviði sjúkraflutninga og slökkvistarfa, einnig var Viðar leiðandi í kjarabaráttu slökkviliðsmanna á starfsferlinum. Við samstarfsmenn Viðars hjá Slökkviliði Akueyrar viljum þakka honum kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum og áratugum og óskum honum velfarnaðar á golfvellinum í framtíðinni :)