Æfing viðbragðs vegna eiturefnaslysa

Um þessar mundir standa yfir haustæfingar Slökkviliðsins.

Á morgun stendur til að vera með æfingu í viðbrögðum við leka á hættulegum efnum og mun fólk hugsanlega verða vart við einhverja umferð slökkvibíla vegna þess.

Fyrirhugað er að setja upp vettvanga eiturefnaslysa um borð í Christinu, skipi Samherja og einnig á starfssvæði Sundlaugar Akureyrar.

Almenningur ætti ekki að verða fyrir óþægindum vegna þessa.

Ólafur Stefánsson

Aðstoðarslökkviliðsstjóri