Æfingar hjá slökkviliðinu

Á morgun þriðjudag er fjórða æfingin á jafnmörgum vikum hjá slökkviliðinu.

Æfingin á morgun mun snúast um viðbrögð við leka á hættulegum efnum og mun hún fara fram á nokkrum stöðum í bænum. Til stendur að setja upp ímyndaða vettvanga við sundlaugina, Becromal og ef tími vinnst til, þá verður farið um borð í skip Samherja.

Við biðjum fólk velvirðingar á því ef æfingarnar valda óþægindum eða truflun á einhvern hátt og biðjum fólk um að koma þeim athugasemdum sem það kann að hafa til undirritaðs.

Bestu kveðjur

Ólafur Stefánsson

Varaslökkviliðsstjóri