Ánægjulegur afmælisdagur

Slökkviliðsstjóri kynnti gerð bæklingsins "eftir áfallið" sem slökkviliðið hefur gert í samvinnu við tryggingafélögin og hugsaður er til að afhenda á vettvangi þegar fólk hefur orðið fyrir eldsvoða eða eignatjóni.  Jakob Björnsson formaður framkvæmdaráðs opnaði nýja heimasíðu slökkviliðsins og Ingimar Eydal aðstoðarslökkviliðsstjóri lýsti innihaldi síðunnar og tilgangi. Gunnlaugur Búi fyrrverandi starfsmaður liðsins afhenti skökkviliðinu 18 möppur af úrklippum úr hinum ýmsu ritum í sögu slökkviliðsins og sagði viðstöddum nokkrar sögur í tilefni dagsins. Tómas fyrrverandi slökkviliðsstjóri afhendi slökkviliðinu vatns skjóðu sem honum áskotnaðist austur á fjörðum, sem notuð var til slökkvistarfa áður en "tæki og búnaður" komu til. Í lokin sagði slökkviliðsstjóri frá vinnu Stefnu manna sem hafa staðið sig vel við gerð heimasíðunnar.

Ánægjulegt var að sjá áhuga bæjarbúa fyrir aðstöðu og búnaði slökkviliðsins og áður auglýstum atriðum. Dagurinn tókst á allan hátt vel og eiga starfsmenn slökkviliðsins heiður skilið fyrir skemmtilega uppsetningu og hugmyndflug til að gera heimsókn fólksins sem athyglisverðasta.

Nú tekur við skemmtun hjá starfsmönnum slökkviliðsins og mökum í kvöld. Matur og skemmtiatriði.

Slökkviliðsstjóri