Annríki um áramót

Sjúkraflutningar voru sex frá kl. 19:30 á gamlárskvöld til kl. 7:30 á nýjársdagsmorgun, þar af einn neyðarflutningur.
Fyrsta sjúkraflugið á nýju ári var þegar rúmlega klukkutími var liðinn af árinu en þá var sængurkona sótt til Egilsstaða og flutt til Akureyrar.

Ekki kom til þess að þurfti að ræsa menn af frívöktum, utan við yfirmann á bakvakt, en á næturvaktinni voru sex menn ásamt einum á flugvelli.  Þessi útköll röðuðust nánast jafnt á alla vaktina þannig að aldrei var róleg stund og stundum tveir dælubílar eða sjúkrabílar úti í einu.