Fréttir

Búið að skreyta Veaponinn

D-Vaktin eyddi megninu af sunnudeginum í að skreyta veaponinn gamla,  og stendur hann núna á horninu á Árstíg/Tryggvabraut upplýstur og jólalegur.     þessi mynd er reyndar ekki af honum heldur af amerískum ladder sem var skreyttur á svipaðan hátt.   

Búið að skreyta Veaponinn

D-Vaktin eyddi megninu af sunnudeginum í að skreyta veaponinn gamla,  og stendur hann núna á horninu á Árstíg/Tryggvabraut upplýstur og jólalegur.     þessi mynd er reyndar ekki af honum heldur af amerískum ladder sem var skreyttur á svipaðan hátt.   

Atvinnuslökkviliðsmannanámskeið

Atvinnuslökkviliðsmannanámskeið, seinni hluti verður hjá Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði höfuðborgarsvæðissins daganna 13. febrúar til 24. mars 2006.  Slökkviliðsstjórar SA sóttu fund til Reykjavíkur í gær með yfirmönnum SHS vegna námskeiðsins.

Unnið í Scaniunni

Sigurður Hólm og Helgi Schiöth eru að vinna í nýja dælubílnum. Það er mikil vinna að ganga frá búnaði í skápa á nýjum dælubíl. Þessi tæki þurfa að henta til að við getum tekist á við ótal verkefni sem unnin eru í flestum tilfellum í kapp við tímann.......................

Bílslys á þjóðvegi 1, við Svalbarðsströnd.

Klukkan 05:14 í nótt vorum við boðaðir út af Neyðarlínu vegna bílslyss á þjóðvegi 1, við Svalbarsströnd. Bíll utanvega og alelda.. Boðin komu í kallkerfi slökkvistöðvarinnar og með boðun í neyðarsíma. Þegar þetta gerist voru vakthafandi slökkviliðsmenn að koma í hús eftir að hafa verið með aukið viðbragð á Akureyrarflugvelli vegna þotuflugs.

Tekjuskipting Slökkviliðsins

Til að veita almenningi betri innsýn í umfang Slökkviliðsins og einnig í tilefni af 100 ára afmælinu (6 des), þá höfum við látið útbúa plakat þar sem tekjuskiptingin er sett fram myndrændt. Eins og sjá má á plakatinu eru verkefni okkar margþætt.

Forvarnadeild slökkviliðsins

Á meðfylgjandi mynd er aðstaða eldvarnaeftirlits slökkviliðsins í Árstíg 2. Í eldvarnaeftirlitinu eru 2 menn í fullu starfi. Eldvarnaeftirlitið þjónustar Akureyri, Arnarneshrepp, Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð og Svalbarðsströnd. Lauslega reiknað eru á þjónustusvæðinu 18 til 19 þúsund manns. Verkefni eldvarnaeftirlitsins felst í að ..............

Aðalstöð slökkviliðsins

Glæsileg aðalstöð slökkviliðsins í Árstíg 2. Húsið var tekið í notkun fyrir slökkviliðið 1993 í sambýli við strætisvagna Akureyrar. Gólfermetrar hússins eru 2008 m2 alls. Fljótlega eftir áramót munu Strætisvagnar Akureyrar flytja upp á Rangárvelli og mun þá slökkviliðið fá allt húsnæðið til afnota.

Nýjar eldri myndir í myndasafn

Búið er að setja inn talsvert magn af gömlum myndum í myndasafn.  Sjá nánar undir myndir hér til hliðar.

Slökkviliðsmaðurinn kominn á netið

Nýjasta tölublað "Slökkviliðsmannsins" blað Landssambands Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er komið á netið.  Það má nálgast hér.