Fréttir

Sinueldar

Slökkviliðið hefur staðið í ströngu síðan í gærkvöldi við að slökkva sinuelda í Eyjafjarðarsveit.  Slökkviliðið var kallað út rétt fyrir kl. 7 í gærkvöldi vegna sinubruna við bæinn Samkomugerði í Eyjafjarðarsveit.  Þegar að var komið logaði eldur á um 400 metra kafla neðan við bæinn og hafði m.a. borist í gamlar heyrúllur.  Eldurinn hafði kviknað út frá bálkesti sem kveikt hafði verið í á áreyrum Djúpadalsár.  Ekki var leyfi fyrir þessum bálkesti.

Laus störf slökkviliðsmanna.

Um helgina munum við auglýsa í Mbl og Fréttablaðinu laus störf hjá Slökkviliði Akureyrar. Ástæða þessara ráðninga er fjölgun í slökkviliðinu. Fjölgað verður í varðliði þ.e. á vöktum. Eftir fjölgun munum við tryggja 6 menn á vakt hverju sinni, allan sólarhringinn..........................

Róleg áramót

Áramótin voru róleg hjá okkur slökkviliðsmönnum á Akureyri.  Ekkert brunaútkall var á gamlárskvöld og aðeins eitt eldboð á nýjarsnótt sem átti sér eðlilegar skýringar.  Nokkuð var að gera í sjúkraflutningum og bæði var sjúkraflug á Vopnafjörð á Gamlárskvöld og eins á Bíldudal á nýjársnótt.  Seinkun á því flugi tengdist okkur ekki því við vorum yfirmannaðir á næturvaktinni og voru því læknir og sjúkraflutningamaður komnir á flugvöll um 10 mínútum eftir að staðfest var að sjúkraflug lægi fyrir.