Ársskýrsla Slökkviliðs Akureyrar 2005

Árið 2005 var annasamt hjá Slökkviliði Akureyrar í starfsmanna og búnaðarmálum. Fjölgað var fastráðnum starfsmönnum úr 30 í 32 vegna aukinna verkefna. Gerður var tímabundinn samningur til ársloka við Neyðarlínuna um mönnum þjónustuborða 112 á Akureyri. Skrifað var undir nýjan samning við Heilbrigðisráðuneytið um sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslunnar á Akureyri sem gildir til 31. desember 2009.

Menntun og endurmenntun átti stóran þátt í starfinu. Framkvæmd  fyrri hluta atvinnu- slökkviliðsmannanámskeiðs í verktöku fyrir Brunamálastofnun. Leiðbeinendanámsskeið í Revinge í Svíþjóð, sjúkraflutninganámsskeið auk ýmissa endurmenntunnar námskeiða og æfinga.

Í búnaðarmálum liðsins gerðist það meðal annars að keyptur notaður körfubíll frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og seldur eldri körfubíl til slökkviliðsins á Sauðárkrók. Slökkviliðið fékk afhentan nýjan 19 tonna Scania lagna/dælubíl frá MT-bílum. Samfara þessu var ráðist í umtalsverð kaup á lausum búnaði.

Í mengunarmálum liggur fyrir skýrsla með tillögu um samvinnu, lágmarks viðbragð í mengunarmálum og þjónustu eldvarnaeftirlits allra sveitarfélaga við Eyjafjörð.

Slökkvilið Akureyrar varð 100 ára 6. desember og var opnuð heimasíða slökkviliðsins vegna þessa tilefnis www.slokkvilid.is .

Slökkvilið :

Á árinu 2004 voru 171 útköll í viðbragði hjá Slökkviliði Akureyrar.

Sjúkraflutningar :

Verkefni voru alls 1.405 á árinu 2005, þar af 344 bráðatilfelli.

Sjúkraflug :                                                                                                                     

Á árinu fóru sjúkraflutningamenn Slökkviliðs Akureyrar í 314 sjúkraflug með 331 sjúkling.

Eldvarnaeftirlit :                                                                                           

Eldvarnaeftirlit framkvæmdi ýmsar skoðanir á árinu. Yfirfarnar voru teikningar utan Akureyrar og afgreiddar umsagnir vegna endurnýjunar á veitinga/gistileyfum á starfssvæðinu auk afgreiðslu mála í samvinnu við byggingaeftirlit. Fræðsla til fyrirtækja og almennings í meðferð og notkun handslökkvitækja. Haldnir hafa verið fundir með húseigendum og hönnuðum og allir grunnskólar á starfssvæðinu sóttir heim með fræðslu fyrir 3. bekki.

Erling Þór Júlínusson, slökkviliðsstjóri.