Athyglisverð grein í Læknablaðinu

Margt athyglisvert er að finna í greininni, bæði varðandi menntunarmál, skipulag sjúkraflutninga og fleira. 

Nokkuð hefur verið rætt um þessa grein í fjölmiðlum en í þeirri umfjöllum hefur nokkuð misfarist hlutverk Slökkviliðs Akureyrar í sjúkraflugi.  Það er ekki rétt að sjúkraflutningamenn hafi ekki fengið greitt fyrir að fara í sjúkraflug, þeir fá auðvitað greitt fyrir það eins og aðra vinnu.  Það sem hins vegar kemur fram í greininni er að Slökkvilið Akureyrar hefur ekki fengið greitt fyrir bakvaktir fyrir sjúkraflug og þess vegna hefur ekki verið um bakvaktir sjúkraflutningamanna að ræða.  Þeir hafa því verið ræstir úr sínum fríum til að sinna þessu.  Slökkviliðið tók hins vegar upp bakvaktir þann 15. mars sl. til að tryggja að tiltækur mannskapur sé ávallt til taks.  Þangað til samið verður um annað ber Slökkviliðið þennan kostnað.

Einnig er rétt að geta þess að aldrei hefur verið samið við Slökkviliðið um aðkomu að sjúkraflugi að öðru leyti en því að Slökkviliðið tók að sér að útvega sjúkraflutningamenn í sjúkraflug í tilraunaskyni árið 1997 og greitt hefur verið fyrir þá vinnu samkvæmt reikningi.  Segja má að reynslan af því hafi gert það að verkum að SA sinnir þessu ennþá en þrátt fyrir að síðan hafi mjög margt þróast í jákvæða átt, Akureyri gert að miðstöð sjúkraflugs í landinu (og stjórnað í varðstofu SA) og samið hafi verið um stærra svæði, vaktir lækna og fleira, þá hefur enn ekki verið gerður samningur við Slökkviliðið um formlega aðkomu að sjúkraflugi.  Við munum hins vegar standa okkar vakt hér eftir eins og hingað til en vonumst til að formlegur samningi verði komið á sem allra fyrst þar sem tekið verði tillit til bakvakta auk allrar annarar vinnu sem þessu fylgir. 

Sjá greinina í heild sinni hér.

Frétt á visir.is um málið

Frétt á N4 um málið