Atvinnuslökkviliðsmanna námskeið

Á námskeiðinu eru 5 frá slökkviliði Akureyrar og fer bókleg kennsla fram í fjarkennslubúnaði. Verklegir æfingadagar eru í hverri viku hér og þar í sveitarfélaginu. Eigendur húsa sem eru ekki í notkun hafa með velvija sínum heimilað slökkviliðinu að æfa sig í húsum þeirra og er það ómetanlegt. Með því móti  gefst nemendum kostur á að æfa við raunverulegar aðstæður sem skilar sér í betri þekkingu liðsmanna. Þessum fyrri hluta lýkur þann 29 mars n.k.  og reiknað er með að seinni hluti verði á sama tíma að ári liðnu.