Aukið viðbragð á Akureyrarfluvelli

Þar sem reiknað er með lokun Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvallar þá hækkar viðbragðsflokkur Akureyrarflugvallar til að mæta millilandaflugi sem áætlað er.  Slökkvilið Akureyrar bætir við auka slökkvibifreið á flugvöllinn ásamt mannskap á meðan að þetta ástand varir. SA og Flugstoðir samræma öryggi vallarins í takt við þær breytingar og áætlanir sem eru í sífeldri endurskoðun miðað við veðurspár.

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri