Bensínflutningabíll veltur

Þegar á staðinn var komið hafði Slökkvilið Þingeyjarsveitar byrjað að leggja froðu yfir lekann en sjúkrabíll frá SA hafði þá komið sjúkling í bil.  Síðan voru lagðar lagnir frá tankbíl SA og lögð froðu yfir lekann þeim megin sem meira lak.  Notaðir voru 2 millifroðustútar okkar megin en 1 hinu megin.  Samtals var notaðir um 800 lítrar af froðuvökva.
Fljótlega komu menn frá Olíudreifingu og dældu úr bílnum yfir í annan bíl.  Það verk tók nokkra klukkutíma og var stöðugt verið að bæta á froðu á meðan.  Þegar allt bensín var komið úr bílnum var honum velt við og var áfram stöðugt vakt með froðustúta á meðan.  Þegar bíllinn var kominn af veginum var vegurinn hreinsaður, sandur borinn á hann og hann opnaður aftur, um 6 klst. eftir slysið og biðu þá nokkur hundruð bilar eftir að komast leiðar sinnar.
Samtals tóku 10 menn frá SA þátt í þessum aðgerðum.  Notuð voru eftirtalin tæki: Forystudælubíll (Skania), tankbíll (MAN), mengunarhýsi, þjónustubíll og tveir sjúkrabílar.  Frá Þingeyjarsveit komu tveir dælubílar auk tankbíls. Einnig tóku þátt í þessu verkefni nokkur fjöldi lögreglumanna og björgunarsveitarmanna á mörgum bílum og sáu þeir um lokanir.

Sjá einnig myndir á myndasíðu.