Bílslys á þjóðvegi 1, við Svalbarðsströnd.

Vaktin fór strax á stað, tveir menn í dælubíl 210 og tveir menn á sjúkrabíl. Þegar varðstjórinn hafði fengið nánari upplýsingar frá starfsfólki Neyðarlínunnar í fjarskiptum lét hann hringja inn bakvaktarmann og eina frí vakt ( 7 menn tilheyra hverri vakt ). Bakvaktarmaður þ.e. í þessu tilfelli slökkviliðsstjóri fór á slysstað ásamt sjúkrabíl en aðrir sem komu í innræsið mönnuðu stöð. Slökkvistarfið gekk vel fyrir sig en ökumaðurinn var látinn þegar að var komið. Eftir að slökkvistarfi lauk tók við aðstoð við lögreglu vegna þeirra starfa á vettvangi. Fyrsti bíll slökkviliðsins var leystur af á vettvangi á vaktaskiptum kl. 07:30, tveir slökkviliðsmenn komu af dagvakt með dælubíl 213 til að aðstoða lögreglu við frágang á vettvangi.

Eftir frágang á búnaði á stöð komu saman þeir menn er unnu á vettvangi og var farið í gegnum hvernig útkallið gekk. Þetta er gert til þess að við áttum okkur á ef eitthvað hefði mátt betur fara og einnig til að veita hvor öðrum stuðning í því að vinna úr þeirri lífsreynslu sem þessu fylgir. Ákveðið var að það yrði önnur mæting vegna þessa síðar í dag.