Bílvelta á Borgarbraut

Tveir sjúkrabílar fóru strax á vettvang og í kjölfar þeirra dælubíll með björgunarklippur. Við komu á slysstað þá voru 3 farþegar slasaðir, tveir þeirra höfðu kastast út úr bílnum og einn var enn inni fastur. Hringdur var inn aukamannskapur og liðsmenn af slökkvistöð á Flugvelli kallaðir á slysstað, en alls komu 12 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn að störfum. Bifreiðin hafði hafnað á hvolfi og varð að tryggja stöðuleika bifeiðar áður en hafist var handa við að klippa afturhurð af bifreiðinni til að koma hinum slasaða út. Þriðja sjúkrabifreiðin var send  á staðinn og voru hinir slösuðu fluttir á slysadeild FSA.