Bílvelta á Grenivíkurafleggjara.

Bifreiðinni var ekið í átt til Akureyrar frá Grenivík, um einum kílómetra norðan við bæinn Ystu Vík missir ökumaður vald á bifeiðinni og hún fer út af veginum. Svarta myrkur og snjókoma var þegar slysið gerist og fer bifreiðin nokkrar veltur niður fyrir veg. Mikill bratti er þar sem bifreiðin fer út af og staðnæmist hún um 34 metrum neðan við veg á hjólunum.

Ökumaður nær sjálfur að hringja í neyðarlínuna og tilkynna um slysið. Í upphafi var staðsetning óljós en skýrðist er viðbragðsaðilar nálguðust vettvang. Þegar komið var á staðinn var ljóst að nota þyrfti sigbúnað og börur því tengdu við að koma hinum slösuðu upp á veg. Tveir voru í bílnum Piltur og stúlka og við skoðun kom í ljós að annar aðilinn þyrfti á börum að halda en hinn treysti sér sjálfur með aðstoð að fara upp.

Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn útbjuggu sig með börur og sigbelti til verkefnisins og tryggðu þannig flutning hinna slösuðu upp snarbratta hjalla á vettvangi. Það er ljóst að mikil mildi er að ekki fór verr í þessu slysi þar sem aðstæður voru vægast sagt svakalegar.

Sá búnaður sem slökkvilið Akureyrar hefur yfir að ráða í tilfellum sem þessum er hreint til fyrirmyndar. Gríðarlega öflugir einstaklingar eru innan liðsins með mikla þekkingu á fjallabjörgun sem nýtist til fullnustu í tilfellum sem þessum. Enn og aftur sannast hversu mikilsvert það er að Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn búi yfir viðamikilli reynslu á mörgum sviðum.