Breytingar í Árstíg

Við höfum unnið að því að koma okkur fyrir í "austursal" þar sem strætisvagnar voru áður með aðstöðu. Þar verður verkstæði, lager, þvotta- og viðgerðaraðstaða fyrir tæki og búnað. Ennfremur fáum við stærri aðstöðu fyrir starfsmenn, stærri búningsaðstöðu fyrir karla og nýja búningsaðstöðu og snyrtingu fyrir konur, nýtt gufubað, nýjan matsal og nýtt eldhús, stærri setustofu, fleiri hvíldarherbergi, þreksal, nýja aðstöðu fyrir sjúkrabúnað, nýtt verkstæði fyrir reykköfunartæki og rafmagnsbúnað og nýjan fatalager. Á efri hæð verður kennslusalur stækkaður um 1/3. Þessar breytingar verða unnar í vetur og verður bætt við myndum eftir því sem þeim miðar áfram.

Viðar Þorleifsson tekur fyrstu

Viðar Þorleifsson tekur fyrstu "skóflustunguna" að  breytingum í Árstíg.

Nú er gaman, Gunni býr sig undir að höggva mann og annan!!

Vaktin nýtur þess að rífa veggi, spurning hvort Gunni ætli að höggva Villa??

Veggir á nýjum hvíldarherbergjum að taka á sig mynd.

Ný hvíldarherbergi að taka á sig mynd, til hægri er restin af gamla gufubaðinu (bara gólfið og hurðin eftir!)

Sjá myndir á myndasíðu.