Bruni í heyi á Akureyri

Myndin tengist ekki fréttinni. Er úr myndasafni SA
Myndin tengist ekki fréttinni. Er úr myndasafni SA

Slökkvilið Akureyrar var kallað út um kl. 06:45 í morgun þar sem tilkynnt var um mikla reykjalykt frá gamalli hlöðu fyrir ofan Naustahverfið eða vel í áttina að Kjarnaskógi. Það var glöggur vegfarandi sem sá reyk leggja frá hesthúsi eða hlöðu og tilkynnti það til neyðarlínu. Vaktahafandi vakt fór strax á staðinn og kom fljótlega í ljós að ekki voru dýr í hættu. Eldur logaði í heyi. Gekk greiðlega að ná eldinum niður og ekki urðu verulegar skemmdir. Eldsupptök eru ókunn en lögreglan rannsakar vettvang.