Deildarstjóri tækja- og búnaðardeildar SA

Við erum svo heppnir að Viðar Þorleifsson varðstjóri hafði áhuga á að taka þetta starf að sér en Viðar er hafsjór af fróðleik um tækin og hefur séð um utanumhald á t.d. öllum reykköfunartækjum SA en hefur auk þess komið að öllum helstu viðhaldsverkefnum.  Það er gríðarlegur auður fólgin í slíkum starfsmanni, en auk þess að þekkja öll tæki og búnað er Viðar einstaklega handlaginn, útsjónarsamur og auk þess viðræðugóður félagi en starfið felur í sér mikil samskipti við aðra starfsmenn.  Viðar hefur unnið hjá Slökkviliði Akureyrar síðan 1975 og verið varðstjóri í um 20 ár.

Sigurður H. Sæmundsson tekur við varðstjórastöðu Viðars á A-vakt.

Við óskum þeim báðum velfarnaðar í starfi og teljum þetta stórt og mikilvægt skref í þróun liðsins.