Eldsvoði í Eyjafjarðarsveit

Slökkviliðið var kallað út um kl. 03:30 vegna elds í íbúðarhúsi í Eyjafjarðarsveit.

Tilkynning barst frá manni sem komst við illan leik út úr húsinu og gekk berfættur á næsta bæ, um 500 m. til að biðja um aðstoð.

Þegar slökkviliðið kom á staðinn var neðri hæð húsins full af reyk. Reykkafarar björguðu tveimur konum út úr húsinu. Fólkið var flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun og til nánari skoðunnar.

Núna um kl. 5:30 er slökkvistarfi og reykræstingu lokið en vakt verður á staðnum fram eftir morgni.

Ólafur Stefánsson, varaslökkviliðsstjóri