Eldur í Hamragerði 25 í nótt

Reykkafarar fóru inn í íbúðina en mikill eldur var í íbúð á neðri hæð en þrjár íbúðir eru í húsinu. Fimm íbúar voru í húsinu og komust þeir allir út af sjálfsdáðum. Þrír fluttir á slysadeild með snert af reykeitrun. Slökkvistarf gekk vel en mikið tjón er í íbúðinni sem brann, ennfremur sem reykskemmdir urðu í hinum tveimur íbúðunum.

Mikill eldur og hiti var í íbúðinni.

Eins og sjá má var mikill hiti í íbúðinni.

Litlu mátti muna að eldurinn bryti sér leið inn á efri hæð.

Litlu mátti muna að eldurinn næði að brjóta sér leið inn á efri hæð hússins.  Búið er að setja dúk fyrir gluggann þar sem eldurinn braut sér leið út.