Eldur í íbúðarhúsi á brekkunni

Í morgun var Slökkvilið Akureyrar kallað að húsi á neðri brekkunni vegna elds. Starfsmenn á vakt fóru á staðinn, slökktu eldinn og reykræstu húsið en eldsupptök reyndust vera í eldhúsi í kjallara hússins. Slökkvistarf gekk vel en ljóst má vera að um töluverðar skemmdir er að ræða af völdum elds og reyks. Engann sakaði því húsið var mannlaust.