Eldur í Lundi

Reykkafarar fóru í kjallarann og fundu þar upptök reyksins en kviknað hafði í hárþurrku.  Talsvert sót fór um kjallaran og reykur upp á efri hæðir.  Slökkviliðið reykræsti húsnæðið.

Þetta er í annað sinn sem kviknar í Lundi en á áttunda áratug síðustu aldar kom upp eldur í súrheysturni sem nú hefur verið rifinn.  Þá var ennþá búskapur í Lundi.  Síðan keypti Hjálparsveit skáta húsnæðið og var þar til ársins 2001 en síðan var þar búð fyrir hestamenn þar til fyrir 3 árum að þar var sett upp jógastofa.

Frétt mbl.is