Eldur í Rosenborg

Slökkviliðið að störfum í kvöld
Slökkviliðið að störfum í kvöld

kl 22:15 var slökkvilið Akureyrar kallað að Rosenborg, eldvarnarkerfi hafði þá farið í gang og þegar öryggisverðir komu á staðinn tók reykur á móti þeim í kjallara húsins.  Þegar slökkvilið kom á vettvang fóru reykkafarar inn og slökktu eld sem var minniháttar en töluverður reykur hafði myndast frá eldinum. Rýmið var reykræst með reykblásurum.  Engin var í húsinu þegar eldurinn kom upp en í þessum hluta húsins er punkturinn með starfsemi sína.  Ekki urðu neinar teljandi skemdir.