Eldur í Stærra Árskógi

Þegar slökkviliðið á Dalvík kom á staðinn var mikill eldur í fjósinu og hlöðunni en byggingar eru sambyggðar með millibyggingu sem einnig var alelda.  Talsvert langt var í vatn og þegar Slökkviliðið á Akureyri kom á staðinn var dælubíll frá liðinu settur í að dæla vatni frá brunahana við bifreiðaverkstæði við Litla Árskóg, um 1km. leið á eldstað en Dalvíkingar höfðu þá þegar lagt lögn þessa leið.
Slökkvistarf tók um 2,5 klst. en Slökkvilið Dalvíkur verður með vakt við húsið í nótt.

Ljóst er um mikið tjón er að ræða en fjósið var eitt af þeim fullkomnari í Eyjafirði og voru pláss fyrir um 200 gripi í því en talið er að meirihluti þeirra hafi drepist í eldinum.

Slökkviliðið á Akureyri sendi tvo dælubíla með um 13 þúsund lítra af vatni og 12 slökkviliðsmenn á staðinn.  Slökkvilið Dalvíkur var með 3 dælubíla, lausar dælur og um 15-20 menn.

Sjá einnig myndir á myndasíðu (vegna veðurhams, voru myndatökur erfiðar)

Eins og sjá má var veður með versta móti á eldstað, bíll Slökkviliðs Dalvíkur t.v.

Gaflinn á hlöðunni, stendur ennþá upp en hluti hússins var hruninn.

Menn klakabrynjaðir við störf á vettvangi, Kjartan Kolbeinsson og Rolf Tryggvason.