Eldur í togara

Slökkviliði Akureyrar var tilkynnt um eldinn og að starfsmenn væru þar inni. Allt vakthafandi lið fór á staðinn en óvenju margir voru aukalega í húsi þar sem varðstjórafundur stóð yfir.

Dælubifreið með reykköfurum, körfubifreið ásamt tveimur sjúkrabifreiðum fóru á staðinn. Við komu á staðinn höfðu starfsmenn náð að ráða niðurlögum eldsins og voru komnir út. Reykkafarar liðsins fóru niður í vélarúm til að tryggja að allur eldur væri fyllilega slöktur.

Starfsmenn fengu aðhlynningu frá sjúkraflutningamönnum liðsins á staðnum en engin þeirra var fluttur á sjúkrahús.

 

Þorbjörn Haraldsson

Slökkviliðsstjóri.