Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

 

Þessa vikuna hefur staðið yfir Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna – LSS. Er þetta árlegt átak þar sem slökkviliðsmenn um allt land heimsækja átta ára börn í grunnskólum landsins. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar fóru og heimsóttu börnin á Eyjafjarðarsvæðinu. Tilgangur heimsóknarinnar er að fræða börnin og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Þetta árið var lagt mikið upp úr mikilvægi þess að hafa reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi á hverju heimili. Því miður þá sína kannanir að töluvert vantar upp á að eldvarnir séu í lagi á heimilum landsins.

Börnin fengu öll bók sem heitir Brennuvargur, þar sem koma fram Slökkviálfarnir Logi og Glóð sem þau þekkja flest öll frá fyrri tíð. Eftir að þau hafa lesið bókina þá svara þau getraun sem er einn liður í þessu átaki.