Eldvarnarvika

Það vakti athygli okkar hversu vel börnin voru að sér í eldvarnarmálunum. Þessir 3. bekkingar eru sá árgangur sem  fyrst fengu fræðslu um þau Loga og Glóð sem elsti árgangur á sínum leikskóla. Í lok fræðslunnar fór brunaviðvörunarkerfi skólans í gang og hófst þá rýmingaræfing. Æfingin gekk vel slökkviliðið mætti á svæðið og gekk úr skugga um að allir væru komir út. Kom í ljós að einn vantaði og fóru reykkafarar inn í skólann og fundu hann skömmu síðar.

3. bekkur fékk síðan að skoða slökkvi- og sjúkrabifeið liðsins enda mikill áhugi fyrir slíku.