Eldvarnavika í grunnskólum.

Þetta er gert í tengslum við eldvarnarviku Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna.  Krakkarnir hafa fengið bækling með nokkrum spurningum sem þau fara með heim og svara með aðstoð foreldar.  Að launum þegar þau skila fá þau afhent skjöld með merki slökkviliðsins, hjálm með númeri neyðarlínunnar sem er yddari og margmiðlunardisk um eldvarnir heimilanna.  Diskur þessi er mjög gagnlegur og nýtist öllum sem hann skoða.  Þar eru nokkur myndskeið af notkun slökkvitækja og eins er þar hægt að fylgjast með þróun á bruna í herbergi.  Meðfylgjandi myndir eru frá heimsókn í Síðuskóla.