Erill á vaktinni í nótt.

Þegar því slökkvistarfi var að ljúka, um klukkan 06.15, barst tilkynning um reyk sem kæmi úr kjallara í Lundagötu 17. Strax voru sendir tveir bílar á staðinn og allt tiltækt lið kallað út. Reykkafarar voru sendir inn til að ganga úr skugga um að fólk væri ekki í húsinu en allir reyndust vera komnir út. Talsverður eldur logaði á miðhæð íbúðar í húsinu, en tvær íbúðir eru í húsinu. Erfiðlega gekk að komast að eldinum þar sem eldur hafði komist í milliveggi og gólf og þurfti að rífa talsvert til að komast fyrir eldinn. Slökkvistarfi lauk um kl 08.00 og var vakt sett á húsið til öryggis.   Húsið er mikið skemmt eftir brunann.
Á meðan á þessu öllu saman stóð, barst fimmta tilkynningin um eld í klósettgámi í miðbænum. Sendur var einn bíll á staðinn til slökkva en gámurinn er talinn ónýtur. 
 Klukkan 09.32 barst slökkviliðinu síðan tilkynning um að heitavatnslögn hefði farið í sundur í húsi við Þingvallarstræti. Sendur var bíll til að koma fyrir lekann og þrífa upp vatnið.

Slökkviliðsmenn voru vart komnir á stöð aftur þegar þeir voru sendir í blokk í bænum til þess aðstoða húsráðanda við að bjarga páfagauk . Innrétting hafði hrunið af vegg og páfagaukurinn hafði lent á bakvið innréttinguna, en talinn á lífi. Slökkviliðsmenn mættu á staðinn og björguðu honum úr prísundinni og heilsast honum vel.

Þar fyrir utan sinnti Slökkvilið Akureyrar tveimur neyðarflutningum og einu sjúkraflugi frá Bíldudal til Reykjavíkur á vaktinni í nótt.

Ljóst er að kveikt var í ruslagámunum og klósettgámnum en lögreglan rannsakar upptök eldsins í Lundagötu.  Slökkviliðsmenn muna vart aðra eins hrinu af útköllum en skráð útköll síðan í gærkvöldi eru 10 útköll þar af 5 vegna elds.

Sjá einnig myndir á myndasíðu.

Frétt mbl.is um málið.

Frétt Vikudags á Akureyri um málið.

Eldur í gámi við Alþýðuhúsið

Eldur í Lundargötu 17