Fjögur sjúkraflug í dag

Fyrsta flugið var kl. 11 til Kúlúsúk á Grænlandi. Farið var með Fokker að sækja mikið slasaðan sjúkling og hann fluttur til Reykjavíkur. Því flugi var lokið um kl. 16:40.

Næst var flogið til Sauðárkróks að sækja mikið veikan sjúkling sem var að koma frá Siglufirði. Ekki var hægt að bíða eftir að flugbrautin á Siglufirði yrði rudd og því var keyrt með sjúkling til Sauðárkróks og flogið með hann til Akureyrar. Flogið var með Twin Otter.

Stuttu eftir að lent var á Akureyri fór vélin aftur á loft í þriðja flugið. Þá var flogið til Keflavíkur til að sækja sjúkling sem var að koma, með Icelandair, úr aðgerð erlendis. Flogið var með sjúkling til Akureyrar.

Á meðan á því flugi stóð fór fjórða flugið í gang og stendur það enn. Í því flugi var flogið með hinni Twin Otter vél Flugfélags Íslands til Egilsstaða og alvarlega veikur sjúklingur fluttur til Reykjavíkur.