Flugvallarfræðsla

Farið var á 12 flugvelli með fræðslu bæði vor og haust. Á haustæfingum var farið yfir olíuelda, eldsneytisleka, rannsóknir á flugslysum, Tetra kennsla ásamt verklegri kennslu. Gerðar eru skýrslur um hvern og einn flugvöll, en sú samantekt er nýtt til frekari betrumbóta í búnaði og þjálfun manna. Það er Þorlákur Snær Helgason slökkviliðsmaður hjá SA sem hefur umsjón með þessari fræðslu. Honum til aðstoðar var Tómas P. Pétursson slökkviliðsmaður hjá SA.