Forgangsútkall í Þorgeirsfjörð

Þá þegar hafði björgunarsveitin Ægir á Grenivík verið kölluð út þar sem tilkynnt var um mann á hestbaki sem hafði dottið og slasast.

Sjúkrabifreið með þremur sjúkraflutningamönnum fór þegar áleiðis á staðinn en þar sem slysið var vel utan alfaraleiðar þá voru fleiri björgunarsveitir boðaðar út til aðstoðar. Súlur björgunarsveit sendi tvo sérútbúna bíla og tók upp sjúkraflutningamenn við afleggjarann út í fjörður ásamt vaktlækni. Bj. Garðar á Húsavík og Bj. Dalvík voru klárar með bátaáhafnir. Bj. Týr frá Svalbarseyri fóru einnig á vettvang ásamt því að BJ. Dalbjörg var klár í viðbragði.  

Fjarskiptasamband var verulega takmarkað á slysstað og því erfitt að fá frekari upplýsingar um stöðu mála. En um síðir náðist GSM samband við slysstað.

Þyrla Landhelgisgæslunar TF- Líf var kölluð út og kom hún inn á svæðið um 23:20. Hinn slasaði var fluttur með þyrlunni á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Að þessu útkalli kom fjöldi manna og tækja og sýndi sig vel hversu öflugar þessar einingar eru og góð samvinnu þeirra á milli. Slökkvilið Akureyrar þakkar fyrir góða samvinnu.

Þorbjörn Haraldsson

slökkviliðsstjóri