Formleg skipti á flugvelli

Sameiginleg bifreið SA og ISAVIA
Sameiginleg bifreið SA og ISAVIA

í dag kl: 13:00 fara fram formleg vaktaskipti á slökkvi- og björgunarþjónustu Á Akureyrarflugvelli. Það var 1. janúar 2001 sem slökkvilið Akureyrar tók við vaktinni vegna þessarar þjónustu. SA hefur undanfarin 10 ár séð um þessa þjónustu ásamt fræðslu til starfsmanna á landsbyggðarflugvöllum. Fyrr á þessu ári sagði ISAVIA upp þessum samningi og tekur formlega yfir þjónustuna í dag. SA og ISAVIA munu engu að síður eiga áframhaldandi samstarf um uppfærslu á flugvellinum (öryggisflokkahækkun) en til þess er nýttur sameiginlegur slökkvibíll sem hjá SA á aðalstöð Árstíg 2. Undirritaður þakkar ISAVIA gott samstarf undanfarinn áratug og óskar þeim heilla í sínum störfum.

Þorbjörn Guðrúnarson

Slökkviliðsstjóri