Kona lést í eldsvoða

Slökkviliðið á Grenivík sendi reykkafara inn í húsið og náði konunni út en hún var þá látinn.  Eldri maður sem einnig var í húsinu var sendur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akureyri með reykkeitrun og brunasár á höndum og andliti.  Slökkvistarf tók um eina klukkustund.

Samtals tóku 18 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í verkefninu, 10 frá Slökkviliði Grenivíkur og 8 frá Slökkviiði Akureyrar.