Langt sjúkraflug

Beiðni barst í gær um sjúkraflug til Grænlands.  Sjúkraflugvélin var þá í sjúkraflugi á Höfn í Hornafirði.  Þaðan var haldið til Akureyrar þar sem læknir bættist í áhöfnina auk flugáhafnar.  Farið var um kl. 14 til Kulusuk, sjúklingur sóttur og flogið til Hróarskeldu með millilendingu á Akureyri þar sem bætt var á eldsneyti, súrefni auk þess sem skipt var um flugmenn.  Um kl. 19:00 var haldið áfram til Hróarskeldu þar sem lent var um miðnætti.  Eftir eldsneytistöku var flogið aftur til Akureyrar og lent þar um kl. 5 í nótt.  Þá voru um 15 tímar liðnir frá því að vélin lagði upp frá Akureyri til Kulusuk og heildarflugleið var um 2500 km.  Auk flugáhafnar var sérfræðilæknir frá FSA og neyðarflutningamaður frá Slökkviliði Akureyrar með í för.

Frétt mbl.is