Leitarköfun í “Lóninu”

Slökkvilið Akureyrar gefur sig ekki út fyrir björgunar- og leitarköfun, en við bregðumst við útkalli sem best við getum hverju sinni. Innan slökkviliðsins er einn leitar- og björgunarkafari með B-réttindi og tveir virkir sportkafarar, annar hefur tekið námsskeið í björgun- og leit. Þess utan hefur slökkviliðið á skrá atvinnu kafara sem möguleiki er að leita til þegar þörf þykir.

 

 Lög um köfun 1996 nr. 31 2. apríl

Hver sem vill stunda atvinnuköfun skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum: 
1. vera fullra 20 ára,
2. standast með fullnægjandi hætti heilbrigðiskröfur,
3. uppfylla menntunar- og hæfniskröfur,
4. hafa gilt atvinnuköfunarskírteini útgefið af Siglingastofnun Íslands.
Óheimilt er að ráða til köfunarstarfa aðra en handhafa atvinnuköfunarskírteina.
Sá sem stundar áhugaköfun skal vera 17 ára eða eldri og uppfylla skilyrði 2. og 3. tölul. 1. mgr. Þá er ráðherra heimilt með reglugerð að ákveða að þeir sem stunda áhugaköfun skuli hafa gilt áhugaköfunarskírteini útgefið af Siglingastofnun Íslands.


 

Reglugerð um köfun 535/2001.

 

Atvinnuköfunarskírteini flokkast með eftirfarandi hætti:

A-skírteini, sem heimilar mettunarköfun á ótakmarkað dýpi.

B-skírteini, sem heimilar köfun með allan búnað niður á 50 metra dýpi.

C-skírteini, sem heimilar froskköfun ("SCUBA") niður á 30 metra dýpi án afþrýstibiðar.

D-skírteini, sem veitir réttindi til kennslu áhugaköfunar.

E-skírteini, sem ætlað er fyrir nema í atvinnuköfun