Lions gefur bangsa

Í gær miðvikudaginn 28/5 komu fulltrúar Lionsklúbbanna á svæði 6 ásamt svæðisstjóra á slökkvistöðina og afhenntu fulltrúa Rauða krossins bangsa til afnota í sjúkrabílum á svæðinu frá Siglufirði til Þórshafnar.

Lions klúbbarnir ákvaðu að fara í þetta verkefni þegar þeir fréttu það að Rauði kross íslands sá sér ekki fært að kaupa bangsa til að hafa í sjúkrabílunum og hafa þeir verið gefnir börnum sem hafa þurft á okkar þjónustu að halda. Lions klúbbarnir kaupa bangsana frá Plastiðjuni Bjarg-Iðjulundur (sem er verndaður vinnustaður) . Í þetta skiptið voru gefnir 146 bangsar sem er u.þ.b. árs byrgðir á þessu svæði.

Og viljum við þakka öllum þeim aðilum sem að þessu verkefni komu kærlega fyrir.

Kær kveðja, starfsmenn slökkviliðs Akureyrar.