Logi og Glóð í Grímsey

Börnin fengu einnig að sjá hvernig slökkviliðsmaður lítur út þegar að hann er klæddur í fullan skrúða, þ.e. í slökkvigalla og með reykköfunartæki á sér.  Eftir að hafa rætt við börnin inni þá var haldið út slökkviliðsbifreið skoðuð og sprautað úr brunaslöngu.  Börnin sýndu þessum verkefnum mikinn áhuga og skemmtilegar umræður urðu í framhaldi. 

Það er Martha Óskardóttir verkefnastjóri eldvarnareftirlits slökkviliðs Akureyrar sem skipuleggur og stýrir þessum fræðslumálum.