LSS verkefni

Tveir starfsmenn slökkviliðsins sáu um þessa fræðslu með þeim í för voru slökkviálfarnir Logi og Glóð.  LSS hefur gefið út myndskreytta bók um þau systkinin og baráttu þeirra við Brennu-Varg og fá öll átta ára börn í landinu hana að gjöf. Þeim gefst einnig kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni þar sem vegleg verðlaun geta verið í boði fyrir þá sem skila réttri lausn. Höfundar bókarinnar um Loga, Glóð og Bennu-Varg eru Garðar H. Guðjónsson, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir og Þrúður Óskarsdóttir.

 

 

Börnin taka söguna af Loga, Glóð og Brennu Vargi með sér heim ásamt fræðsluefni um eldvarnir. Þannig nær átakið til þúsunda heimila i landinu. LSS hefur síðan fylgt átakinu eftir með auglýsingum með því að minna á mikilvægasta atriði eldvarna á heimilum; reykskynjarana.

 

 

Heimsóknirnar fóru þannig fram að börnin voru frædd um eldvarnir á heimilum, farið í það hvenær má hringja í 1-1-2 einnig fengu þau að sjá hvernig slökkviliðsmaður lítur út þegar að hann er klæddur í slökkvigalla með reykköfunartæki á sér.  Gaman var að sjá hvað börnin voru í virk  og margar góðar spurningar komu síðan í fram haldi frá þeim.  Eftir að hafa rætt við börnin inni þá var farið út á skólalóðina þar sem börnin fengu að kynnast slökkvibíl og sjúkrabíl. 

Það eru þau Martha Óskarsdóttir eldvarnareftirlitsmaður og Alfreð Birgisson slökkviliðsmaður sem sáu um þessa fræðslu ásamt dyggum stuðningi vakthafandi vakta.