Mengunarmælar

Þessi búnaðarkaup verða unnin í samvinnu Slökkviliðs Akureyrar og Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins. Okkar álit er að kaupa RAE system eiturefna mæla og hafa mælingu eiturefna á þrjá vegu. Nota einvirka mæla til að greina efnasambönd eins og t.d. O2, CO, CO2, CL2, NH3 , N2, H2S, ClO2, HCN, NO2 og SO2 í fyrsta viðbragði. Þar sem sýnt þykir um hvaða efni er að ræða þ.e. mæli sem efna-reykkafarar bera í fyrsta viðbragði gagnvart eigin öryggi og lífbjörgun.

Í framhaldinu mælir sem greinir efnið ( staðfestir ) og mælir þéttleika efnisins, ath. í fyrsta viðbragði ef efnið er ekki þekkt eða staðfest.

Að lokum PID mæli sem mælir molecul, þ.e. er þéttleika mengunar sem er til staðar á sviðinu 0,1 til 10,000 ppm. t.d til notkunar fyrir og eftir afeitrun.