Mikið annríki um helgina

Frá fimmtudegi til sunnudags eru skráðir 9 neyðarflutningar vegna bráðveikinda eða slysa og 20 almennir flutningar, án forgangs.  Einnig voru 6 sjúkraflug á þessum dögum, þar af eitt með sjúkling frá Reykjavík til Svíþjóðar.

Segja má að einn sjúkrabíll hafi verið upptekinn stanslaust aðfaranætur laugardags og sunnudags vegna ýmissa mála í og við miðbæinn, pústrar og slagsmál voru meginástæður þess að sjúkrabíls var óskað.

Dagskráratriði Bíladaga gengu þó vel fyrir sig og án útkalla.