Mikill vatnsleki í hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð.

Um kl: 05:00 í morgun var Slökkvilið Akureyrar kallað út vegna mikils vatnsleka í hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð. Vatnslögn að brunaslöngu hafði farið í sundur og vatn flætt um eina af 5 álmum hjúkrunarheimilisins sem er um 800 m2 að stærð. Vakthafandi vakt ásamt aukamannskap var kallað til og lokað var fyrir inntak hússins og hafist handa við að hreinsa upp vatnið. Húsnæðið er nýtt og á einni hæð og öll gólf dúklögð. Íbúar voru sofandi þegar atvikið varð og var þeim bent á að halda kyrru fyrir í rúmum sínum á meðan mesta vatnið var hreinsað upp og síðan var hafist handa við að flytja íbúa í annan hluta húsnæðisins. Kallað var eftir aðtoð verktaka, og eru þeir enn að störfum.

Þorbjörn Guðrúnarson

Slökkviliðsstjóri.