Námskeið í flugvernd

Sérstaklega var farið í flugvernd á Akureyrarflugvelli þar sem nú er millilandaflug aftur að komast í fullan gang héðan.  Bæði verður um flug Iceland Express tvisvar í viku frá og með 1. júní en einnig ýmsar ferðir á vegum ferðaskrifstofa og er mikil aukning í slíkum ferðum.

Mikilvægt er að allir sem starfa við flugvöllinn séu meðvitaðir um mikilvægi þess að vera vakandi gegn öllum hættum sem stafa getað af þeim sem vilja skaða flugið eða farþega.  Þótt umhverfi okkar sé þannig friðsælt þá getur það einnig laðað að þá sem sífellt leita nýrra leiða til að ógna öryggi.  Þannig má t.d. benda á að beina flugið verður til Kaupmannahafnar en fyrir þá sem hafa fylgst með fréttum undanfarið gætu Danir einmitt þurft að herða mjög á kröfum í öryggismálum sínum.  Mikilvægt er að við fylgjum þeim kröfum gagnvart flugi þangað.